Lufthansa kaupir 81 flugvél af Air Berlin

AFP

Stærsta flugfélag Þýskalands, Lufthansa, er að kaupa yfir helming flugvéla í eigu Air Berlin og eins munu þrjú þúsund starfsmenn Air Berlin, sem er í greiðslustöðvun, fá vinnu hjá Lufthansa.

Tilkynnt var um þetta í morgun. Lufthansa mun kaupa 81 af 144 flugvélum Air Berlin og eins koma 3 þúsund af 8.500 starfsmönnum félagsins fá vinnu hjá Lufthansa. Skrifað verður undir samning þar að lútandi klukkan 10 að íslenskum tíma.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir