Arion kærir einnig

United Silicon.
United Silicon. mbl.is/RAX

Arion banki sendi í vikunni kæru til héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilvers United Silicon í Helguvík.

Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er tekið fram að bankinn muni ekki svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist.

Líkt og kom fram á 12. september þá var bankinn að íhuga stöðu sína gagnvart Magnúsi vegna gruns um auðgun­ar­brot og skjalafals. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir sem eiga hlut í fyr­ir­tæk­inu eru á sömu blaðsíðu.

Magnús er stofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri fé­lags­ins. Stjórn United Silicon kærði Magnús til héraðssak­sókn­ara í september vegna gruns um stór­felld auðgun­ar­brot. Hann er grunaður um að hafa dregið sér rúm­an hálf­an millj­arð króna frá stofn­un United Silicon, meðal ann­ars með því að senda út til­hæfu­lausa reikn­inga sem litu út fyr­ir að vera upp­greiðsla á verk­samn­ingi.

Magnúsi hætti af­skipt­um af fé­lag­inu í mars á þessu ári en allt hef­ur gengið á aft­ur­fót­un­um í rekstri verk­smiðjunn­ar. Um­hverf­is­stofn­un ákvað þann 1. sept­em­ber á þessu ári að stöðva starf­semi verk­smiðjunn­ar sem fyr­ir vikið er óheim­ilt að end­ur­ræsa ofna nema með skrif­legri heim­ild að lokn­um full­nægj­andi end­ur­bót­um. United Silicon er í greiðslu­stöðvun.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK