Google í landakaupum í Svíþjóð

AFP

Google hefur keypt 109 hektara landsvæði í sveitarfélaginu Avesta sem er í Dalarna í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum sænskra fjölmiðla er stefnt að því að reisa þar gagnaver.

Orðrómur hefur verið um möguleg landakaup Google á svæðinu í langan tíma og í dag var staðfest að gengið hafi verið á kaupum á 109 hekturum í um 160 km fjarlægð frá Stokkhólmi.

Þegar eru vegir til staðar og rafmagn en ekki hefur fengist staðfest að Google ætli að reisa þar gagnaver. Samskiptastjóri Google segir í samtali við Dagens Nyheder að búið sé að kaupa landið en ekki hafi verið tekin ákvörðun um uppbyggingu þar. Hins vegar vilji fyrirtækið tryggja sér svæði fyrir gagnaver í Evrópu ef rekstur fyrirtækisins krefst þess. Ekki sé von á að svo verði í náinni framtíð.

Sveitarstjórn Avesta hefur ekki viljað tjá sig um viðskiptin öðru vísi en það sé ánægjulegt að sveitarfélagið hafi verið valið sem góð staðsetning.

Frétt DN

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir