Draga úr áhættu í fiskeldi með lokuðum kvíum

Ljósmynd/Aðsend

Ísland gæti orðið brautryðjandi í sjálfbærri og vistvænni fiskeldistækni að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra AkvaFuture, sem hannar og framleiðir lokaðar kvíar. 

Rögnvaldur hélt erindi á á opn­um fundi um um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál sem Björt framtíð stóð fyr­ir í Saln­um í Kópa­vogi í dag. Voru þar rædd mál­efni tengd um­hverf­is- og nátt­úru­vernd sem borið hafa hátt í umræðunni und­an­far­in miss­eri.

Hann talaði um fiskeldisiðnaðinn í Noregi þar sem ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfulla stefnu um að fimmfalda fiskeldi fram til 2050 en síðustu ár hefur iðnaðurinn glímt við erfiðleika. 

„Vandamálið með fiskeldi í Noregi er fyrst og fremst laxalúsin sem gýs upp aftur og aftur. Hún myndar ónæmi gagnvart alls konar eitri sem er notað gegn henni og meðferðin tekur svo á laxana að afföllin verða 15-20%,“ sagði Rögnvaldur. „Þetta er ekki góð skepnuhirðing.“

Hann sagði að vegna lúsarinnar hefði framleiðslukostnaður við fiskeldi í Noregi vaxið gríðarlega á síðustu árum. Kostnaður vegna laxalúsar væri stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í fiskeldi. 

Lausn AkvaFuture er að þróa lokaðar kvíar svo til þess að lágmarka smit. Fyrirtækið slátraði 200 tonnum af laxi á síðasta ári og stefnir að því að árið 2019 verði magnið komið í 5500 tonn. Þá nefndi Rögnvaldur að lokaðar kvíar minnki áhættu á fleiri sviðum. 

„Það eru fleiri áhættuþættir sem lokaðar kvíar taka á eins og til dæmis erfðablöndun. Þær minnka hættuna á að fiskurinn sleppi en koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Við höfum ekki misst út fisk í 6 ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK