Kristín ráðin hótelstjóri Deplar Farm

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir er nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm ...
Kristín Birgitta Gunnarsdóttir er nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Ljósmynd/Aðsend

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience. 

Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Deplar Farm opnaði formlega árið 2016 og frá opnun hefur hótelið verið vel bókað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Höfuðstöðvar Eleven Experience eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Á öllum stöðum á þjónustan sameiginlegt að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven Experience með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra. Eleven Experience leggur áherslu á sérsniðna upplifun gesta sinna, náttúruvernd og góða nýtingu á náttúruauðlindum. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir