Seldi háhýsi á 542 milljarða

The Centre háhýsið sést hér fyrir miðju.
The Centre háhýsið sést hér fyrir miðju. AFP

Auðugasti íbúinn í Hong Kong, Li Ka-shing, hefur selt sinn hlut í háhýsi í borginni á 5,15 milljarða Bandaríkjadala, 542 milljarða króna. Um er að ræða dýrustu fasteign borgarinnar.Salan þykir til marks um að ekkert sé að hægja á verðhækkunum á fasteignum í borginni. 

Félag Li, CK Asset, seldi sinn hlut, alls 75% hlut, í byggingunni sem nefnist The Centre til kínversks orkufyrirtækis, að því er segir í frétt Hong Kong Economic Journal í dag.

Um er að ræða fimmta hæsta háhýsi Hong Kong og er byggingin sú vermætasta í Hong Kong ef marka má fréttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK