Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík. mbl.is/Ernir

Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. 

Í tilkynningunni segir að í nýjum úrskurði Persónuverndar hafi heimild Creditinfo til að nýta tilteknar upplýsingar við gerð á mati á lánshæfi einstaklinga verið staðfestar og að Persónuvernd hafi jafnframt úrskurðað að notkun á uppflettingum sé ekki heimil. Úrskurðurinn kemur í framhaldi kvörtunar sem lögð var fram í ágúst 2016 en breytingar hafa 

Þá segir í tilkynningunni að Creditinfo hafi um árabil boðið viðskiptavinum sínum upp á lánshæfismat einstaklinga í samræmi við neytendalánalög sem sett voru í lok árs 2013 en samkvæmt lögunum ber lánveitanda að kanna lánshæfi umsækjenda áður en til lánveitingar kemur. Lánshæfismat Creditinfo byggir á reiknilíkani þar sem tekið er saman mikið magn upplýsinga og líkur á vanskilum á næstu 12 mánuðum eru metnar. Hluti af þeim upplýsingum sem hafa verið notaðar við gerð lánshæfismatsins, með upplýstu samþykki hlutaðeigandi, eru uppflettingar í skrám Creditinfo tengdar innheimtu krafna. 

 „Creditinfo hefur ætíð staðið í þeirri trú að meðferð og vinnsla gagna við gerð lánshæfismats væri í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga.
Vinnsla lánshæfismats hefur ávallt verið byggð á upplýstu samþykki þar sem viðkomandi samþykkir að sóttar séu upplýsingar til að nýta við gerð lánshæfismatsins, þar á meðal upplýsingar um uppflettingar. Við brugðumst strax við úrskurði Persónuverndar og gerðum breytingar á matinu þar sem þessar upplýsingar voru fjarlægðar. Þrátt fyrir það er matið enn áreiðanlegur mælikvarði á lánshæfi einstaklinga og gefur áfram góða mynd af því hverjir kunna að vera líklegir til að verða skráðir á vanskilaskrá,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóra Creditinfo, í tilkynningunni.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir