Uppskerubrestur þrýstir vínverði upp

Vínræktendur á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi, sem saman mynda helming af vínframleiðslu heimsins, búa sig undir þeirra verstu uppskeru í áratugi eftir að ofsaveður fór illa með vínviðinn í vor. 

Uppskerubresturinn í Evrópu í bland við skógareldana í Kaliforníu og framleiðsluslaka á suðurhveli gætu orðið til þess að vínverð hækki töluvert að því er kemur fram í frétt á vef CNN

„Við sjáum fram á verulega minnkun í vínframboði á næsta ári,“ segir Stephen Rannekleiv, sérfræðingur á sviði drykkjarvara hjá Rabobank. Hann telur að áhrifanna muni gæta mest í lægri vöruverðsflokkum. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gerið út að uppskeran á þessu ári verði sú versta síðan 1982. Áætlað er að framleiðslan í Evrópu verði 14,5 milljarðar lítra á árinu sem er 14% minnkun frá síðasta ári. Á Ítalíu, stærsta vínframleiðanda heims, er búist við 21% minnkun en 15% á Spáni og í Frakklandi. 

„Það hefur komið fyrir að eitt þessara landa eigi slæmt ár en sjaldan sjáum við slíkan uppskerubrest hjá öllum sama árið,“ segir Rannekleiv. 

Evrópsku vínekrurnar fóru illa út úr kaldviðri og stormum í vor. Vínræktendur í Burgundy sáu sér ekki annað fært en að gríðarstórum viftum og hiturum fyrir á ekrunum til þess að bjarga berjunum. Ekki bætti úr skák að í sumar voru miklir þurrkar. 

„Allir eru að uppskera snemma í ár en þýðir alla jafna að hún verði með minna móti,“ segir Richard Halstead hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu Wine Intelligence.

Bresturinn hefur nú þegar sett mark sitt á vínverð, sem hafa sum hækkað um 10%. Hækkanir á heildsöluverði hófust í vor þegar fyrst sáust merki um hvað væri í vændum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK