Banna erlenda íbúðakaupendur

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. AFP

Stjórnvöld í Nýja Sjálandi hafa tekið upp á því að banna útlendingum að kaupa þær íbúðir sem eru til staðar í landinu í því skyni að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð. 

Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að bannið gildi aðeins um þá sem ekki eru búsettir í landinu að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Lágt vaxtastig, framboðsskortur og fólksflutningar til landsins hafa keyrt húsnæðisverð á Nýja Sjálandi upp á síðustu árum og var erlent eignarhald á íbúðum hitamál í aðdraganda kosninganna í september. Hafa Kínverjar verið umsvifamestir á fasteignamarkaðinum í landinu. 

„Við höfum ákveðið að banna kaup útlendinga á þeim íbúðum sem eru til staðar,“ sagði Ardern í gær, og lofaði hún einnig að draga úr fólksflutningum til landsins og einblína á að ná atvinnuleysi niður. 

Nýlega var haft eftir forsætisráðherranum að kapíalismi hefði „augjóslega misheppnast“ þegar kæmi að því að útvega fátækum húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK