Ný verðbréfamiðstöð fær starfsleyfi

Nasdaq OMX.
Nasdaq OMX. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur veitt Undirbúningsfélagi Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignarskráningu verðbéfa. Á þessu er vakin athygli á vef Fjármálaeftirlitsins. 

Hluthafar félagsins eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki, Gildi lífeyrissjóður, Íslandsbanki, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Birta lífeyrissjóður, Braml ehf., G60 ehf. og Lagahvoll slf. 

Í tilkynningu FME segir að félagið muni reka verðbréfauppgjörskerfi og annars uppgjör viðskipta með rafrænt skráð bréf. Í því felst meðal annars að félagið mun annars pörun viðskipta, framkvæma fyrirmæli vegna uppgjörs, annast staðfestingu viðskipta og önnur atriði sem tengjast ferli við uppgjör verðbréfa. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir