Ný verðbréfamiðstöð fær starfsleyfi

Nasdaq OMX.
Nasdaq OMX. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur veitt Undirbúningsfélagi Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignarskráningu verðbéfa. Á þessu er vakin athygli á vef Fjármálaeftirlitsins. 

Hluthafar félagsins eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki, Gildi lífeyrissjóður, Íslandsbanki, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Birta lífeyrissjóður, Braml ehf., G60 ehf. og Lagahvoll slf. 

Frétt mbl.is:  Und­ir­búa nýja verðbréfamiðstöð

Í tilkynningu FME segir að félagið muni reka verðbréfauppgjörskerfi og annars uppgjör viðskipta með rafrænt skráð bréf. Í því felst meðal annars að félagið mun annars pörun viðskipta, framkvæma fyrirmæli vegna uppgjörs, annast staðfestingu viðskipta og önnur atriði sem tengjast ferli við uppgjör verðbréfa. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK