Loka Dunkin' Donuts á Laugavegi

Frá Dunkin' Donuts á Laugavegi.
Frá Dunkin' Donuts á Laugavegi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Forsvarsmenn Dunkin' Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir að ákvörðunin byggist á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn sé mjög stór í fermetrum talið.  

„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ er haft eftir Sigurði í fréttatilkynningu frá Dunkin' Donuts. Hann segir að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa keðjunnar. 

Rúm tvö ár eru síðan fyrsti Dunkin' Donuts-staðurinn var opnaður hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli. Kvöldið fyrir opnun var tekin að myndast röð fyrir utan staðinn og vikuna eftir opnun var röð út fyr­ir dyrn­ar alla dag­ana. 

Þá var haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin' Donuts, að um 10-14 þúsund kleinuhringir hefðu selst á dag. Við opnunina 2015 stóð til að Dunk­in' Donuts-staðirn­ir yrðu orðnir 16 tals­ins á Íslandi að fimm árum liðnum en eftir lokunina á Laugavegi eru staðirnir fjórir talsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK