HS Orka fær nýja eigendur

HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi; Svartsengi …
HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi; Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Komist hefur á samkomulag um kaup Innergex Renewable Energy á Alterra Power Corp. sem er stærsti hluthafinn í HS Orku. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á Bloomberg

Kaupin nema 1,1 milljarði Bandaríkjadala, eða tæpum 116 milljörðum íslenskra króna og fela í sér 25% reiðufé og 75% hlutafé í Innergex. Þau eru háð samþykki hluthafa Alterra sem fer með 53,9 prósenta hlut í HS Orku. 

„Okkur líst mjög vel á og hlökkum til samstarfs við stærri og öflugri eiganda,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í samtali við mbl.is. „Innergex er um þrivsvar til fjórum sinnum stærra en Alterra og hefur gott orð á sér fyrir umhverfisvitund og samfélagsábyrgð.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK