Þórður ráðinn forstjóri United Silicon

Helgi Þórhallsson lætur af störfum sem forstjóri United Silicon. Þórður Magnússon hefur verið ráðinn í hans stað en hann hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtækisins að undanförnu.

Þórður útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem doktor í efnisfræði (e. Material Science) frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) árið 2000. Hann gegndi áður stöðu framleiðslustjóra járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK