9,8 milljarða halli í október

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2017 nam verðmæti vöruútflutnings 49,7 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 59,6 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í október voru því óhagstæð um 9,8 milljarða króna.

Hagstofan birti þessar tölur í dag en í síðustu viku var greint frá því að frá árs­byrj­un hefði verið halli á vöru­viðskipt­um við út­lönd upp á 136 millj­örðum króna. Vöru­viðskipta­hall­inn á fyrstu níu mánuðum árs­ins var 46,1 millj­arði króna hærri en á sama tíma árið áður.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir