Opna O'Learys í Smáralind

Ljósmynd/Wikipedia.org

Sænska keðjan O'Learys hefur tilkynnt um opnun veitingastaða á Íslandi í lok árs. Fyrsti staðurinn verður opnaður í Smáralind en stefnt er að því að opna þrjá til fjóra staði á næstu fimm árum. 

O'Learys Bar & Restauranter sænsk leyfishafakeðja sem var stofnuð 1988 í Gautaborg í Svíþjóð og í dag eru meira en 120 staðir á Norðurlöndum og víðar. Tekjurnar voru tæpir 28 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári.

Í fréttatilkynningu frá  O'Learys segir að opnun á Íslandi sé eðlilegt skref í vexti vörumerkisins í Norður-Evrópu. 

„Norðurlandamarkaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess. Einnig er mjög sérstakt að þjóð með rétt yfir 300 þúsund íbúa skuli ná að komast í fjögurra liða úrslit á heimsmeistaramótinu í fótbolta.  Það er virkilega þess virði að fjárfesta í,“ er haft eftir Cristian Bellander, forstjóra O'Learys, í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir