Bjóða ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir leigjendur

Orri Heimisson, formaður Orators, og María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna …
Orri Heimisson, formaður Orators, og María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Ljósmynd/Aðsend

Almenna leigufélagið og Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, hafa tekið höndum saman og bjóða einstaklingum sem eru á leigumarkaði á Íslandi upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf, óháð því hvar þeir leigja.

Þjónustan verður í boði á þriðjudögum í vetur milli kl. 18:00 og 20:00 og geta leigjendur hringt í síma 519-1770 þar sem laganemar svara spurningum sem snúa að réttindum leigutaka og skyldum leigusala, undir handleiðslu lögfræðings.

Í fréttatilkynningu um samstarfið segir að samhliða opnun ráðgjafarsímans muni Almenna leigufélagið opna nýjan undirvef á heimasíðu sinni, www.al.is, þar sem leigjendur geti fræðst um þau lög og reglur sem gildi um leigu á íbúðarhúsnæði, og leitað svara við algengum spurningum. Íslenska útgáfan fer í loftið í dag en innan fárra vikna bætast við þýðingar á ensku og pólsku, sem þegar eru í vinnslu.

Haft er eftir Orra Heimissyni, formanni Orators, að það sé sérstaklega ánægjulegt að geta nýtt þekkingu félagsins til þess að aðstoða við að upplýsa leigutaka um réttindi sín. Þá segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, að beinast hafi legið við að koma á fót ráðgjafarþjónustu þar sem leigjendur geti á einfaldan hátt leitað upplýsinga um réttindi sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK