Fljúga 20 sinnum í viku til New York

WOW air bætir við sínum öðrum flugvelli í New York en 26. apríl mun WOW air fljúga sitt fyrsta flug á John F. Kennedy-flugvöll í New York. Þangað verður flogið daglega næsta sumar en sala á flugsætum hófst í morgun. Þá verður einnig áætlunarferðum á Newark-flugvöll fjölgað úr sjö í þrettán. Samanlagt mun WOW air bjóða upp á 20 flug á viku á milli Íslands og New York sumarið 2018, segir í tilkynningu frá WOW.

„New York flugin okkar hafa gengið mjög vel enda einstök borg í alla staði.  Með því að bæta JFK flugvelli við svo og að nánast tvöfalda tíðnina á Newark flugvöll erum við að stórauka framboð okkar sem mun styrkja leiðarkerfið okkar enn frekar.  Einnig höfum við fundið fyrir mun meiri viðskiptafarþegum undanfarið og aukin tíðni er liður í að þjónusta þeirra þarfir enn betur," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í tilkynningu.

Í New York eru mögnuð mannvirki, lífleg listasena og fjölbreytt mannlíf. Borgin tilheyrir New York-ríki og er stærsta borg Bandaríkjanna og sú fjölmennasta með rúmlega 8 milljónir íbúa. Borgin skiptist í fimm borgarhluta: Manhattan, Brooklyn, Bronx, Queens og Staten Island, hver með sinn einstaka karakter; og skemmtileg hverfi eins og t.d. Chinatown, SoHo og Greenwich Village. New York er suðupottur ólíkra menningarheima. Borgarbragurinn er líflegur og það er gaman að rölta um og láta borgina koma sér á óvart.

Auk New York býður WOW air upp á flug til 13 borga í Norður-Ameríku: Boston, Washington D.C.,  Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Los Angeles, Miami, Montréal, Pittsburgh, San Francisco, St. Louis og Toronto.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK