Ró að færast yfir fasteignamarkaðinn

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs.
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs. Ljósmynd/Aðsend

„Þær tölur sem við höfum benda til þess að ró sé að færast yfir markaðinn eftir mikla uppsveiflu fyrr á árinu,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, en í nýrri skýrslu sjóðsins kemur fram að í sept­em­ber hafi um 72% íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu selst und­ir ásettu verði. 

„Hlutfallið hefur verið í kringum 70% undanfarin ár og er í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, segir Ólafur Heiðar. „Hins vegar sáum við fyrr á þessu ári að hluti þeirra íbúða sem seldust yfir ásettu verð jókst. Það gæti bent til þess að það hafi verið stress á markaðinum, að fólk hafi verið að keppast um íbúðir. Þetta hefur breyst síðustu mánuði og nú erum við komin á svipaðan stað og við höfum verið á að meðaltali undanfarin ár.“ 

Spurður hvort væntingar seljenda séu úr takti við aðstæður á markaði segir Ólafur Heiðar að óvissa hafi ríkt um hvert hagkerfið sé að stefna. 

Í sumar skapaðist umræða um yfirvofandi kólnun og ég tel að þessi umræða hafi skapað óvissu um hvert markaðurinn væri að stefna. Þessar tölur eru ánægjulegar því þær sýna minni óstöðugleika en við sáum fyrr á árinu.“

Fækkun ekki áhyggjuefni

Í skýrslunni kemur einnig fram að færri viðskipti hafi átt sér stað und­an­farna mánuði en á sama tíma í fyrra. Ólafur segir að síðasta vetur hafi fjöldi kaupsamninga nálgast toppinn frá árunum 2005 og 2006 og því sé fækkun ekki áhyggjuefni. Hins vegar sé stór hópur fólks sem komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 

„Stór hluti leigjenda vill kaupa sér íbúð en hefur ekki tök á því miðað við núverandi markaðsaðstæður. Að því leyti er fasteignaverðið orðið svolítið hátt en við höfum ekki spáð hvert það stefnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK