Skúli íhugar að skrá félagið á markað

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Rax

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að til greina komi að skrá félagið á markað þegar það nái þeim áfanga að hala inn millljarð Bandaríkjadala í tekjur árið 2019.

Þetta sagði Skúli í samtali við fréttastofu Reuters. Skúli sagði að hraður vöxtur WOW air þýddi að hann myndi byrja að skoða stöðu félagsins á næsta ári og yrði tilbúinn að taka af skarið árið 2019.  

„Til að halda vextinum áfram þurfum við að skoða ýmsa möguleika til að finna samstarfsaðila, fara á markað og svo framvegis. Við höfum ekki ákveðið hvað skuli taka til bragðs.“

Skúli segir að mögulegir samstarfsaðilar hefðu lýst yfir áhuga en tók fram að hann ætlaði ekki að selja félagið. Auk þess sagði hann að WOW air hefði áhuga á því að kaupa stæði gjaldþrota flugfélagsins Monarch á Gatwick fyrir áætlunarflug milli Íslands og London. 

 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir