Starfsmenn FME hækka í verði

mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið hefur hækkað tímagjöld fyrir vinnu starfsmanna og aðkeypta sérfræðiþjónustu en þau hafa staðið óbreytt í nokkur ár. 

Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna var 12.500 krónur og hefur verið óbreytt í gjaldskrám Fjármálaeftirlitsins allt frá árinu 2008. Þá hefur tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu verið 17.000 krónur frá því það var fyrst sett í gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins árið 2013.

Nú er tímagjald starfsmanna orðið 15.000 krónur en tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu er 20.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK