Starfsmenn FME hækka í verði

mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið hefur hækkað tímagjöld fyrir vinnu starfsmanna og aðkeypta sérfræðiþjónustu en þau hafa staðið óbreytt í nokkur ár. 

Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna var 12.500 krónur og hefur verið óbreytt í gjaldskrám Fjármálaeftirlitsins allt frá árinu 2008. Þá hefur tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu verið 17.000 krónur frá því það var fyrst sett í gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins árið 2013.

Nú er tímagjald starfsmanna orðið 15.000 krónur en tímagjald fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu er 20.000 krónur.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir