Atlanta leigir út Boeing-flugvél

Flugvél Air Atlanta Icelandic, B747-400F.
Flugvél Air Atlanta Icelandic, B747-400F. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið Air Atlanta Icelandic hefur skrifað undir tveggja ára blautleigusamning vegna Boeing 747-400 fraktflugvélar við Network Airline Management (NAM) og Astral Aviation sem er fraktflugfélag í Kenía. 

Fyrsta flugferð B7474-400F var farin í gær frá Stansted-flugvelli í Bretlandi til alþjóðaflugvallarins Jomo Kenyatta í Nariobi. Með samningnum getur NAM aukið umsvif sín í Afríku, sérstaklega á matvælamarkaðnum í Kenía með því að flytja í auknum mæli blóm og grænmeti frá Nairobi til Bretlands.

Baldvin M. Hermannsson.
Baldvin M. Hermannsson. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum mjög spennt að hefja þennan nýja kafla í blautleigu okkar með nýjum og mikilsvirtum félögum okkar, Astral Avitation og NAM. Við erum ánægð með að þjónusta okkar og tækni muni efla þeirra framlag til iðnaðarins enn frekar,” segir Baldvin M. Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Air Atlanta Iceland, í fréttatilkynningu. 

„B747-400F-vélin sem við fengum nýlega afnot af frá Air Atlanta Iceland mun styrkja stöðu okkar við að leiða útflutning á matvælum frá Kenía til Bretlands,” bætir Sanjeev Gadhia, stofnandi og stjórnarformaður Astral Aviation, við í tilkynningunni.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir