Móðurfélag Actavis í ruslflokki

Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem.
Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem. AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Teva Pharmaceutical, móðurfélags Actavis, niður í ruslflokk. Í umsögn Fitch kemur fram að horfurnar séu slæmar og eru frekar lækkanir ekki útilokaðar. 

„Teva horfir fram á verulegt álag í rekstri á sama tíma og félagið þarf að minnka skuldabyrðar,“ segir Patrick Finnegan, sérfræðingur hjá Fitch. „Verðþrýstingur í Norður-Ameríku og samdráttur í sölu á Copaxone mun vegna þungt á sjóðstreymi á næstunni og þvinga félagið til að selja eignir eða finna aðrar leiðir.“

Greint er frá þessu á fréttavef Financial Times. Lánshæfismatið var lækkað úr tvöföldu B niður í þrefalt B mínus en skuldir Teva nema rúmum 3.700 milljörðum króna. Þá hafa S&P Global og Moody’s einnig lækkað lánshæfismat Teva. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK