OZ Sports í hópi fremstu vaxtarfyrirtækja

Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Íslenska fyrirtækið OZ Sports hefur verið valið á meðal fremstu vaxtarfyrirtækja Norðurlandanna til þátttöku í Nordic Scalers, verkefni sem er ætlað að styðja helstu vonarstjörnur Norðurlandanna til sóknar á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu.

Valin hafa verið sjö vaxtarfyrirtæki í fyrsta hóp verkefnisins sem beinir sjónum að vexti á Bandaríkjamarkaði. Starfsemi fyrirtækjanna er fjölbreytt og byggja lausnir þeirra á notkun nýjustu tækni á borð við sjálfvirkni og gervigreind.

Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu á Íslandi. Um er að ræða stefnumiðað alþjóðlegt samstarf til tveggja ára sem fjármagnað er af Nordic Innovation og leitt af Epicenter í Stokkhólmi og Rainmaking í Kaupmannahöfn. Verkefnið er stærsta fjárfesting sem sjóðurinn hefur ráðist í hvað stakt verkefni varðar að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandic Startups.

Um 700 fyrirtæki komu til greina til þátttöku byggt á mati samstarfsaðila verkefnisins, en til að eiga kost á því að taka þátt þurfa fyrirtæki m.a. að hafa náð um 2 milljónum evra í veltu,  og sýna fram á stöðugan vöxt og burði til að sækja á erlenda markaði. Í umsóknarferlinu voru í það minnsta skráð 55 íslensk fyrirtæki sem féllu undir þáttökuviðmið verkefnisins og voru þrjú þeirra valin í úrvalshóp fyrir lokavalið sem fram fór í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember s.l.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK