Mikil tækifæri í Suður-Ameríku

Árni Oddur segir að ekkert annað félag í heiminum byggist …
Árni Oddur segir að ekkert annað félag í heiminum byggist á kjúklingi, kjöti og fiski, eins og Marel.

Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Marel, bendir á að 370 milljónir manna búi í Bandaríkjunum og Kanada. Sá markaður skili um 30% af tekjum Marels.

„Það búa 630 milljónir í Suður-Ameríku, en sá markaður er einungis 8% af okkar tekjum. Þar sjáum við gríðarleg tækifæri. Sá markaður flytur sömuleiðis út mat og hráefni til fæðuframleiðslu, m.a. til Kína, og í því eru líka fólgin tækifæri.“

Árni vakti athygli á þessu á fyrsta fjárfestadegi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag, en um samkomuna er fjallað í ViðskiptaMogganum í dag. Gestirnir voru 110 og þar af um þriðjungur erlendur, að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels. „Það er býsna gott í ljósi þess að 94% hluthafa félagsins eru innlend. Við höfum fundið fyrir umtalsverðum áhuga frá fjárfestum á að fræðast meira um Marel,“ segir hann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK