Hundruða milljóna króna gjaldþrot vélasölu

Skiptum á félaginu VF45 ehf., áður Vélfang, sem seldi landbúnaðartæki, lauk um mánaðamótin. Alls fengust tæpar 22 milljónir króna upp í samþykktar kröfur sem námu 348 milljónum, eða 6,21%. 

Ekkert greiddist upp í lýsta forgangskröfu eða almennar kröfur en lýstar kröfur námu rúmum 484 milljónum króna. 

Vélfang starfar enn undir sama nafni en annarri kennitölu. Það selur og þjónustar jafnt nýjar sem notaðar vélar og tæki fyrir landbúnað, vélaverktaka, golfvelli og sveitarfélög. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir