Lansdowne kaupir í fjórða félaginu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Breski vog­un­ar­sjóðurinn Lans­dow­ne Part­nes hefur keypt 6,31% hlut í Vátryggingafélagi Íslands og á nú sjóðurinn í að minnsta kosti fjórum íslenskum félögum í Kauphöllinni. 

Kauphöllin sendir út tilkynningu þegar eignarhlutur í hlutafélagi í Kauphöllinni fer yfir 5% þröskuldinn. Í tilkynningunni kemur fram að Lansdowne partners hafi í gær keypt 140.399.924 hluti í VÍS, eða 6,31%. 

Markaðsvirði VÍS stendur í tæpum 28,8 milljörðum króna og nemur hlutur Lansdowne því 1,75 milljörðum króna. 

Í úttekt mbl.is í vikunni kom fram að er­lend fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki ættu að minnsta kosti 41 millj­arð króna í Kaup­höll Íslands en fyr­ir tveim­ur árum stóð upp­hæðin í rúm­um 15 millj­örðum. Inn­flæðið á ís­lenska hluta­bréfa­markaðinn síðustu tvö ár nem­ur því 26 millj­örðum, sem jafn­gilda næst­um því virði alls hluta­fjár í N1. 

Lans­dow­ne á fyrir í þrem­ur fé­lög­um; N1, Fjar­skipt­um og Sím­an­um. Sjóður­inn á hlut­falls­lega mest í Fjar­skipt­um, rúm 7,5%. Hlut­ur þess í N1 nem­ur tæp­um 5,8% en í Sím­an­um á það tæp 1,9%. Þegar allt er tekið sam­an á Lans­dow­ne rúma 5,35 millj­arða af skráðum ís­lensk­um hluta­bréf­um. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir