Össur selur Össuri

Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur keypt allt hlutafé OK Prosthetics ehf. Seljandinn er Össur Kristinsson, stofnandi beggja fyrirtækja. Kaupverð fyrirtækisins er sagt trúnaðarmál.

OK Prosthetics hefur m.a. þróað og framleitt hið svokallaða Brim en það er sílíkonhringur sem nýtist fólki sem misst hefur framan af fæti ofan hnés. Brim kemur í veg fyrir að hulsa sem kemur upp á stúfinn, nuddist við notandann með tilheyrandi óþægindum.

Össur stofnaði OK Prosthetics árið 2005 í þeim tilgangi að þróa áfram aðferð til að smíða fætur undir fólk með hagkvæmum og skjótvirkum hætti. Ítarlegri umfjöllun má finna á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag. 

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir