Varasöngsapp selt á milljarð Bandaríkjadala

AFP

Kínverska appið Musical.ly, sem snýst um varasöng (e. lip sync), hefur verið selt til tæknirisans Bytedance en kaupin eru talin nema milljarði Bandaríkjadala, eða 104 milljörðum íslenskra króna. 

Þetta er fyrsti kínverski samfélagsmiðillinn sem slær í gegn í Norður-Ameríku og Evrópu. Hann var stofnaður fyrir þremur árum en í dag hefur hann 60 milljónir virkra notenda í hverjum mánuði að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Notendur Musical.ly geta tekið upp og sent allt að 15 sekúndna myndskeið af sjálfum sér að varasyngja við vinsæl lög. Þá er hægt að stilla hraða myndskeiðsins, bæta við síum (e. filters) og spila það aftur á bak. 

Fyrr á árinu gerði Musical.ly samining við Viacom, NBCUniversal og Hears Magazine um framleiðslu efnis fyrir yngri markhóp. 

Bytedance er þekkt fyrir farsímaappið Jinri Toutiao, eða „Today's Headlines“, sem safnar saman fréttum og myndböndum frá hundruðum fréttasíðna. Appið er orðin ein vinsælasta fréttaveitan en 120 milljónir nota það hvern dag. 

Það hefur gert Bytedance kleift að verða eitt af stærstu sprotafyrirtækjum Kína og er metið á allt að 20 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngilda 2.078 milljörðum króna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK