Glerhýsið reiðubúið fyrir rekstur

Rýmin, sem eru alls 1.168 fermetrar að stærð, eru öll …
Rýmin, sem eru alls 1.168 fermetrar að stærð, eru öll hönnuð með verslunarstarfsemi í huga. Myndin var tekin fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir að Laugavegi 4-6 tóku lengri tíma en áætlað var en nú leitast eigendurnir við að koma húsnæðinu í not. Hafa bæði áhugasamir kaupendur og leigjendur nálgast eigendur húsnæðisins með mismunandi starfsemi í huga. 

„Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika og þeir sem hafa leitað til okkar hafa ólíka starfsemi í huga,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignarstýringar hjá Kviku banka, en húsnæðið er í eigu Laugastígs sem er sjóður í rekstri bankans. 

Laugavegur 4-6 var skráður til sölu eða leigu á fasteignasíðu mbl.is í mars. Um mitt sumar var greint frá því að framkvæmdir væru á lokametrunum en þá var ekki ákveðið hvaða starfsemi yrði þar til húsa. 

„Framkvæmdirnar tóku aðeins lengri tíma en áætlað var. Við keyptum eignina fyrir margt löngu af framkvæmdaraðilanum og erum nýbúnir að taka við henni,“ segir Hannes Frímann. 

Um er að ræða timburhús að Laugavegi 4 og 6, eitt verslunarbil við Skólavörðustíg 1a og nýbyggingu er tengir saman allar fyrrgreindar eignir. Í heildina er húsnæðið 1.168 fermetrar að stærð og fasteignamatið nemur 141,5 milljónum króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK