Opnar nýtt apótek í miðbænum

Ljósmynd/Íslands apótek

ÍslandsApótek var formlega opnað um helgina á Laugavegi 46 þar sem fataverslunin Free Bird var áður til húsa. Við hönnun verslunarinnar var mikið lagt upp úr því að halda hlýleika hússin. 

„Viðbrögðin hafa verið góð. Við höfum fengið fullt af fólki fyrstu vikuna og erum spenntir fyrir því að kynna þjónustuna fyrir nágrönnum okkar,“ segir Skúli Skúlason, einn eigenda nýja apóteksins. 

Hugmyndin varð til fyrir ári en þá vann Skúli hjá lyfjakeðjunni Walgreens Boots í Bretlandi. Hann segir að þaðan komi áhugi sinn á að koma með nýjan vinkil á apótek hér heima. Húsið var tekið í gegn 2011 en þó þannig að haldið var í einkenni þess. Innviðirnir eru því frábrugðnir því sem gengur og gerist í apótekum á Íslandi. 

„Það er ekki mikið af hvítum sterílum flötum heldur er það hannað til að halda hlýleikanum. Til dæmis voru tveir gamlir strompar og viðarbjálkar úr gamla burðarvirkinu sem eru enn til staðar. Við mótuðum apótekið í kringum þessi einkenni hússins.“

Skúli segir að þessi óhefðbundna hönnun hafi orðið til þess að sumir viðskiptavinir hafi spurt hvort þetta sé ekki örugglega apótek með allri tilheyrandi þjónustu. „Það er á hreinu að við bjóðum upp á alla apóteksþjónustu en það er öðruvísi yfirbragð á stílnum.“ 

Þá nefnir hann að íslenskum vörum, til að mynda náttúruvörum og snyrtivörum, sé haldið í heiðri í apótekinu. Það sé rauði þráðurinn í vöruúrvalinu. 

Ljóðsmynd/Íslands apótek
Ljósmynd/Íslands apótek
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK