Byggja á þriðja tug íbúða á Hvolsvelli

Við undirritun verksamningsins.
Við undirritun verksamningsins. Ljósmynd/Aðsend

Sláturfélag Suðurlands og Mímir fasteignir hafa undirritað verksamning um byggingu fyrsta áfanga af þremur í uppbyggingu alls 24 íbúða á Hvolsvelli til útleigu til starfsfólks SS. 

Í fyrsta áfanga verða byggð raðhús með 8 íbúðum, sem hver er um sig 50 fermetrar. Skóflustungan var tekin á laugardaginn og var þá grafið fyrir húsinu, sem mun rísa í Gunnarsgerði 2 á Hvolsvelli, á lóð sem Rangárþing eystra úthlutaði SS í nýrri götu.

Arkitektahönnun er unnin af Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, en Mímir fasteignafélag ehf. annast alla aðra hönnun, smíði og frágang íbúðanna innan- og utanhúss ásamt lóðafrágangi að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá SS. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK