Ekkert fæst upp í 61 milljarðs kröfu

Ekki er útlit fyrir að eignir finnist upp í 61 milljarðs kröfu á hendur þrotabúi Styttu ehf. samkvæmt upplýsingum mbl.is en skiptum lýkur næstu mánaðamót. Stytta var stofnuð í júlí 2008 til að kaupa hlut Fons í verslunarkeðjunni Iceland fyrir 430 milljónir punda. 

Félagið var í eigu tveggja félaga; Stoða, áður FL Group og dótturfélag Baugs, og Blackstar Limited sem var í eigu lykilstjórnenda hjá Iceland. 

Stytta fékk 430 millj­óna punda lán til að kaupa hlut Fons í bresku versl­unar­keðjunni og var stærstur hluti lánsins fenginn hjá Landsbankanum. Eignarhaldsfélag gamla Landsbankans LBI er eini kröfuhafinn en eftir fjármálahrunið leysti það til sín hlutinn í Iceland. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir