Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

Pakkar í pósti.
Pakkar í pósti. mbl.is/Rósa Braga

Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Íslandspóstur hefur tekið saman fjölda sendinga sem bárust í kjölfar dagsins en íslenskar netverslanir tóku þátt í deginum og buðu vörur á afslætti.

„Samkvæmt fyrstu tölum þá hefur orðið töluverð aukning milli ára og heildarfjöldi sendinga aukist um rúm 50% í samanburð við umsvifin þann 11. nóvember í fyrra. Þetta er í takti við vinsældir dagsins á alþjóðavísu, en víðast hvar voru sölumet slegin. Ekki eru birtar heildartölur yfir sölu kínverskra netverslana en sú stærsta þeirra og sú sem ber líklega mesta ábyrgð á því að gera þennan dag að svo stórum tilboðsdegi í netheimum, Aliexpress, segir að salan í gegnum vefsíðu fyrirtækisins á þessum eina degi hafi verið 40% meiri í ár en í fyrra,“ segir í fréttatilkynningu.

Ennfremur segir að Íslandspóstur spái því að sendingar erlendis frá verði orðnar tvöfalt fleiri eftir þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK