Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni.
Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Þeistareykjastöðin verður 90 MW, en hún er reist í tveimur 45 MW áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Landsnets. Sáu þau Benedikt Jóhannesson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að gangsetja virkjunina í sameiningu.

Í fréttatilkynningu segir að mikil áhersla sé lögð á varfærna uppbyggingu á nýtingu jarðvarmans á svæðinu, en rannsóknir og prófanir gefi til kynna að svæðið þoli a.m.k. 200 MW nýtingu.  Uppsetning á vélasamstæðu 2 er nú í fullum gangi og er stefnt að því að orkuvinnsla hennar hefjist í apríl 2018.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján …
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við vígslu jarðvarmastöðvarinnar. mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK