Hafa sett 600 milljónir í reksturinn

Kostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon frá því að félagið fékk heimild til greiðslustöðvunar nemur meira en 600 milljónum króna, eða um 200 milljónum á mánuði samkvæmt heimildum mbl.is. 

Greint var frá málinu í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is. vega launakostnaður og raforkukostnaður þyngst en Arion banki, sem er stærsti hluthafinn, hefur einnig þurft að greiða fyrir töluverðar fjárhæði fyrir skýrslur og úttektir í því skyni að koma rekstrinum á réttan kjöl. 

Í september veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness United Silicon greiðslu­stöðvun í þrjá mánuði, eða til 4. des­em­ber. Enn er unnið að til­lög­um um end­ur­bæt­ur á kís­il­veri United Silicon í Helgu­vík til að draga úr meng­un en banka­stjóri Ari­on banka úti­lok­ar ekki að United Silicon verði sett í þrot í byrj­un næsta mánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK