Lífeyrissjóðirnir kanna rétt sinn

Þeir lífeyrissjóðir sem nú hafa tapað milljörðum á United Silicon í Helguvík hafa ráðið lögmann til að gæta hagsmuna sinna gagnvart fyrirtækinu og þeim sem forgöngu höfðu um verkefnið. Sjóðirnir eru Frjálsi, Festa og Eftirlaunasjóður FÍA.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að m.a. sé litið til þess möguleika að heimta skaðabætur úr höndum þeirra sem valdir urðu að því að sjóðirnir lögðu fjármagn til fyrirtækisins.

Munu sjóðirnir hafa beðið átekta þar til þeir fá nýjar skýrslur í hendurnar sem bæði taka á fjármálatengdum álitamálum varðandi uppbygginguna og verkfræðilega þætti sem ljóst er að hafi farið alvarlega úrskeiðis. Þessar skýrslur verða afhentar sjóðunum í þessari viku að því er kemur fram í umfjöllun ViðskiptaMoggans í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK