Rúmur helmingur Airbnb-íbúða rangt skráður

Miðborg Reykjavíkur. Tölur hagdeildar Íbúðalánasjóðs benda til þess að minnsta …
Miðborg Reykjavíkur. Tölur hagdeildar Íbúðalánasjóðs benda til þess að minnsta kosti 1.400 Airbnb-íbúðir séu rangt skráðar. mbl.is/Golli

Íbúðalánasjóður áætlar að Reykjavíkurborg verði af hátt í milljarð króna á þessu ári vegna fasteignagjalda af íbúðum sem ættu að vera skráðar sem atvinnuhúsnæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði, sem segir slælega skráningu Airbnb íbúða vera sérlega áberandi í Reykjavík þar sem aðeins um fjórðungur virðist vera með leyfi og skráningar í lagi.

Minnihluti íbúða sem leigðar eru út á Airbnb lengur en 90 daga, eða sem leigutekjur nema meira en tveimur milljónum á ári, eru með tilskilin leyfi og skráningu í samræmi við lög og reglur. Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar hagdeildar Íbúðalánasjóðs. Bendir greining stofnunarinnar til þess að „verulega vanti upp á að opinberir aðilar hafi yfirsýn yfir Airbnb-gistingu hér á landi“. Benda tölur hagdeildar Íbúðalánasjóðs til þess að minnst 1.400 Airbnb-íbúðir séu rangt skráðar. 

Í september höfðu um 2.600 íbúðir og 900 stök herbergi …
Í september höfðu um 2.600 íbúðir og 900 stök herbergi á landinu öllu verið í svo mikilli útleigu á Airbnb á árinu að útleigan ætti að flokkast sem atvinnurekstur samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Kort/Íbúðalánasjóður

Í september höfðu um 2.600 íbúðir og 900 stök herbergi á landinu öllu „verið í svo mikilli útleigu á Airbnb á árinu að útleigan ætti að flokkast sem atvinnurekstur samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum“. Þetta sést í gögnum fyrirtækisins AirDNA sem byggð eru á upplýsingum sem birtast á Airbnb.

Þegar skammtímaleiga íbúða fer yfir þessi mörk eru gerðar mun ríkari kröfur til gistirekandans, af hálfu hins opinbera, en þegar um tilfallandi heimagistingu er að ræða. Eru í þeim tilfellum gerðar kröfur um að til staðar sé rekstrarleyfi fyrir gistingunni og þá þarf íbúðin samþykki byggingarfulltrúa sem atvinnuhúsnæði, en við það hækka fasteignagjöld af meðalíbúð í 101 Reykjavík um 600 þúsund krónur á ári.

Bara 1.200 skráðar sem atvinnuhúsnæði

Aðeins 1.200 íbúðir á landinu öllu eru hins vegar nú skráðar sem atvinnuhúsnæði. Þá eru aðeins um 1.700 rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokkum I og II í gildi (gisting án veitingasölu). „Ekki er útilokað að sum rekstrarleyfi nái til fleiri en einnar Airbnb-íbúðar, en miðað við fyrirliggjandi gögn er afar ólíklegt að þessi 1.700 rekstrarleyfi nái til allra þeirra 2.600 Airbnb-íbúða sem um ræðir, auk annarra gististaða.

Tekið er fram að við útreikninginn er aðeins er horft til fyrstu 9 mánaða yfirstandandi árs.

Fjöldi þeirra Airbnb-íbúða sem teljast ekki til heimagistingar heldur atvinnureksturs en eru rangt skráðar og leyfislausar mun enn aukast þegar tölur um útleigu fyrir allt árið 2017 liggja fyrir.

Munurinn þarna á milli er þó sérstaklega mikill á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík. Miðað við fyrstu níu mánuði ársins er ljóst að minnst 1.500 íbúðir í Reykjavík voru í svo mikilli útleigu á Airbnb að þar telst ekki um heimagistingu að ræða heldur atvinnurekstur. Aðeins 385 rekstrarleyfi vegna gistingar í flokkum I og II eru í gildi í Reykjavík og aðeins 341 íbúð í borginni er skráð sem atvinnuhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK