Hundraða milljarða tjón af Pokemon Go

AFP

Rannsókn hefur leitt í ljós að Pokemon Go-spilarar ollu tjóni sem nam allt að 753 milljörðum króna í Bandaríkjunum á 148 dögum eftir að tölvuleikurinn var gefinn út. 

Rannsóknin, sem bar yfirskriftina „Dauði af völdum Pokemon Go“, rakti tvö dauðsföll til tölvuleiksins, sem og fjölgun umferðarslysa, að því er kemur fram í frétt Sky

Niðurstaðan var fengin með því að yfirfæra gögn úr ítarlegum lögregluskýrslum frá Tippecanoe-sýslunni í Indiana á öll Bandaríkin. Rannsóknarmennirnir höfðu sérlegan áhuga á tengslum spilunar við umferðarslys. 

Metið var að kostnaðurinn væri á bilinu frá 206 milljörðum króna til 753 milljarða króna. Rannsóknarmennirnir telja að tölvuleikurinn hafi valdið 256 umferðarslysum milli 6. júlí og 30. nóvember árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK