Koch-bræður koma að kaupunum á Time

Charles Koch og eiginkona hans, Elizabeth.
Charles Koch og eiginkona hans, Elizabeth.

Bandaríski útgefandinn Time Inc verður keyptur af keppinauti sínum Meredith Corporation fyrir jafngildi 289 milljarða króna. Að baki kaupunum standa milljarðamæringarnir og bræðurnir Charles og David Koch. 

Auk tímaritsins Time gefur félagið meðal annars út People, Sports Illustrated, Entertainment Weekly og Fortune magazines. Það hefur glímt við samdrátt í auglýsingatekjum eftir að það var skilið frá Time Warner samsteypunni árið 2014 að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Meredith gefur út tvö tímarit og hefur nokkrar smærri sjónvarpsstöðvar á sínum snærum. Það hafði áður gert tvö tilboð í Time en bar ekkert úr býtum. Til þess að ganga frá kaupunum tryggði Meredith 650 milljóna dala fjármögnun frá Koch Equity Development sem er hluti af Koch Industry samsteypunni og er í eigu Koch-bræðra. 

Bræðurnir eru þekktir fyrir að nota ítök sín og fjármagn til þess að koma ýmsum málefnum á framfæri, til að mynda umbótum á réttarkerfinu í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur Meredith gefið út að þeir fái ekki sæti í stjórn Time Inc og hafi ekkert ritstjórnarvald. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK