Tvinnflugvél taki á loft fyrir 2020

AFP

Airbus, Rolls-Royce og Siemens hafa snúið bökum saman til þess að hanna og smíða fyrstu tvinnflugvélina sem gengur bæði fyrir eldsneyti og rafmagni.

E-Fan X-áætlunin felur í sér að setja einn rafmagnshreyfil og þrjá knúna af eldsneyti á BAe 146-flugvél. Fyrirtækin vilja fara í fyrsta prufuflugið fyrir árið 2020 og koma flugvélinni á markað fyrir 2030. 

Hvert fyrirtækjanna mun setja milljónir Bandaríkjadala í verkefnið en haft er eftir talsmanni þess að einblínt sé á tvinntækni þar sem rafmagnsflugvélar séu enn óraunhæfur kostur. Þyngd rafhlaðanna og kælibúnaðarins eru til að mynda tveir hamlandi þættir sem taka þarf á.

Nánar er fjallað um nýju tæknina á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK