Spáir 3 milljónum ferðamanna á næsta ári

Skúli Mogensen á fundinum í morgun.
Skúli Mogensen á fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi sem Kompaní, viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is, stóð fyrir nú í morgun ræddi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air um stofnun fyrirtækisins og þann ævintýralega vöxt sem það hefur gengið í gegnum. Hátt í 120 manns mættu til leiks á fundinn, allt félagar í viðskiptaklúbbnum.

Á fundinum, sem var í formi samtals milli Skúla og blaðamanns á Morgunblaðinu, sagði hann m.a. frá því að flestir vina hans hefðu sent honum samúðarkveðjur þegar hann tilkynnti um stofnun flugfélagsins. Þannig hefðu fáir eða engir haft trú á því að fyrirtækið yrði langlíft. Hann hafi hins vegar litið svo á að fluggeirinn væri spennandi kostur fyrir mann með bakgrunn í tækni og netlausnum, enda byggi flugfélög rekstur sinn á þeirri tækni, ekki síður en flugvélunum sem slíkum.

Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg

Aðeins eru liðin rúm fimm ár frá því að Wow fór í sitt fyrsta flug til Parísar en á þessu ári stefnir allt í að þrjár milljónir manna taki sér far með vélum félagsins. Skúli segir að allar áætlanir miði að því að vöxtur fyrirtækisins haldi  áfram og að það sama eigi við um ferðaþjónustuna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að vöxturinn nái einhverju langtímajafnvægi, sem sé heilbrigt og gott fyrir greinina og íslenskt samfélag en að aukið framboð áfangastaða sem tengist Íslandi geri það að verkum að fleiri ferðamenn muni leggja leið sína til landsins á komandi árum.

„Ég hef fulla trú á því að við eigum að geta tekið á móti þremur milljónum ferðamanna hingað til lands á ári,“ sagði Skúli og benti á að þótt fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni beint njóti góðs af þessari þróun þá eigi það í raun við um flest ef ekki öll fyrirtæki landsins. „Fyrirtæki sem selur tannkrem selur einfaldlega meira tannkrem því ferðamennirnir þurfa að kaupa það. Það sama á við um þá sem selja  vatn, mat og annað. Það er í raun eins og að hér hafi orðið 10% fjölgun íbúa á örskömmum tíma.“

Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
Morgunverðarfundur Kompaní
Morgunverðarfundur Kompaní Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK