Álendurvinnsla hefur verið tvöfölduð að stærð á árinu

Brynja segir að gott verði að losna við land- og …
Brynja segir að gott verði að losna við land- og sjóflutningana sem fylgja saltendurvinnslunni.

Alur álvinnsla, eina álendurvinnslan á Íslandi, hefur meira en tvöfaldað verksmiðju sína á þessu ári. Fyrirtækið hefur verið með starfsemi á Grundartanga síðan árið 2012, en þar áður, eða frá árinu 1998, starfaði félagið í Helguvík.

„Farið var af stað í 1.000 fermetrum árið 2012 hér á Grundartanga, og núna í ár höfum við meira en tvöfaldað húsnæðið, sem gerir okkur kleift að bæta við okkur verkefnum. Við höfum einnig bætt við tækjum og búnaði til þess að geta nýtt efnið betur,“ segir Brynja Silness, framkvæmdastjóri Als, í samtali við Morgunblaðið.

Fyrirtækið hefur starfsleyfi til að taka á móti 15.000 tonnum af álgjalli á ári til ársins 2025, og tekur í dag við efni sem fellur til við frumframleiðslu áls úr álverum Rio Tinto í Straumsvík og Norðuráli á Grundartanga. Álið sem endurunnið er fer svo til baka aftur inn í framleiðsluferli Norðuráls og Rio Tinto. „Það er nauðsynlegt að endurvinna álgjallið til að hægt sé að endurnýta það.“

Brynja segir að aðeins 5% af þeirri orku sem fer í að frumframleiða ál fari í að endurvinna það. „Úr um 7.000 tonnum af gjalli náum við að vinna um 2.500 tonn af áli á ári.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Brynja Silness.
Brynja Silness.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK