Fjölmenni samankomið í Kosti

Jón Gerald Sullenberger tók á móti viðskiptavinum í versluninni.
Jón Gerald Sullenberger tók á móti viðskiptavinum í versluninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmenni hefur safnast í og við verslun Kosts á Dalvegi í Kópavogi. Þar er nú hafin rýmingarsala en Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar, greindi frá því í gær að hann hafi ákveðið að loka versluninni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gerald sagði í tilkynningu, að fyrirtækið gæti ekki keppt við Costco. Því hefði verið ákveðið að loka og halda rýmingarsölu þar sem boðið verður upp á vörur á allt að helmingsafslætti.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verslunin hefur verið starfrækt frá 2009 og lagði áherslu á amerískar vörur í stórum pakkningum. Verslunin kynnti m.a. vörumerkið Kirkland, sem er helsta vörumerki Costco.

Jón segir að aðstæður hafi breyst verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun sína í maí á þessu ári.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að það sé hleypt inn í hollum,“ sagði einn viðmælandi í samtali við mbl.is sem varð frá að hverfa þegar hann sá mannfjöldann. „Það risu á mér hárin þegar ég sá þetta og ég sneri til baka, hratt og örugglega,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir