Guðmundur ráðinn yfir afleiðuborð Íslandsbanka

Guðmundur Þórður Guðmundsson, nýr forstöðumaður afleiðuborðs Íslandsbanka.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, nýr forstöðumaður afleiðuborðs Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður afleiðuborðs Íslandsbanka. Guðmundur hefur yfir 15 ára reynslu af fjármálamarkaði en hann starfaði hjá Íslandsbanka og forverum árin 1996 til 2004, meðal annars sem forstöðumaður yfir afleiðuborði. Hann hefur einnig starfað sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Arion banka.

Guðmundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaranám í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn. Hann er einnig með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Að auki er Guðmundur CFA® charterholder.

Afleiðuborð heyrir undir fyrirtæki og fjárfesta og sér um að mynda innri markað með afleiður og gjaldeyri fyrir verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun ásamt því að vera millibanki með gjaldeyri. Eyjólfur Örn Jónsson er forstöðumaður verðbréfamiðlunar og Þórhallur Sverrisson er forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK