Hættir sem varamaður í stjórn VÍS

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sandra Hlíf Ocares hefur sagt af sér sem varamaður í stjórn Vátryggingafélags Íslands. Tilkynning þess efnis hefur borist félaginu og gildir hún frá og með deginum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS til Kauphallarinnar. Þar segir að ákvörðun Söndru Hlífar sé af persónulegum ástæðum og tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsvettvangi.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir