Fimmtungur alltaf latur í starfi

Meira traust ríkir milli byggingarstarfsmanna en annarra starfsstétta.
Meira traust ríkir milli byggingarstarfsmanna en annarra starfsstétta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn af hverjum fimm Bretum viðurkennir að hann sinni starfi sínu aldrei eftir bestu getu og þriðjungur telur að samstarfsfélagar sínir séu ekki hæfir í starfi sínu.  

Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum tæknifyrirtækisins Dropbox og greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC frá. 

Aðeins 68% svarenda sögðu að samstarfsfélagar sínir væru starfi sínu vaxnir. Niðurstöðurnar sýna að byggingarverkamenn og bráðaliðar hafi mestar mætur á samstarfsfélögum sínum en starfsmenn í almannatengslum og upplýsingatækni minnstar. 

Er dregin sú ályktun að þau störf í heilbrigðisþjónustu og byggingariðnaði krefjist meira trausts milli samstarfsfélaga en önnur störf vegna þess að öryggi sé nauðsynlegur þáttur. 

Niðurstöðurnar sýna einnig að háttsettir starfsmenn hafi minni mætur á samstarfsfélögum sínum en starfsmenn í lægri þrepum. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir