Kaupa meirihluta í Hreinsitækni

Götusópur á vegum Hreinsitækni.
Götusópur á vegum Hreinsitækni. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Hreinsitækni ehf. og TFII slhf. um kaup þess síðarnefnda á meirihluta í félaginu. TFII slhf. er nýr framtakssjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa.

Samkeppniseftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir kaupunum. Seljendur félagsins munu áfram starfa með nýjum eiganda að því er kemur fram í fréttatilkynningu um kaupin. 

Hreinsitækni var stofnað árið 1976 og býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Þjónustustaðir félagsins eru yfir 40 um allt land en starfsstöðvar félagsins eru í Reykjavík og á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK