Ráða þúsundir til að skima myndbönd

AFP

Google vinnur að því að ráða meira en 10 þúsund manns í þeim tilgangi að sigta út hneykslanleg ummæli og myndbönd á Youtube. 

Þetta kom fram í grein Susan Wojcicki, forstjóra Youtube, sem CNN greinir frá. Youtube hefur að undanförnu glímt við röð hneykslismála og hafa mörg stórfyrirtæki hafa hætt að nýta sér auglýsingaþjónustu fyrirtækisins vegna þess. 

Til að bregðast við vandanum hefur Youtube þurft að skima fyrir myndböndum sem brjóta gegn skilmálum fyrirtækisins.

„Svartir sauðir hafa nýtt sér hversu opið Youtube er til að áreita og valda skaða,“ segir Wijcicki og bætti við að skimunarteymi Youtube hefði skoðað næstum 2 milljónir myndbanda á síðustu sex mánuðum. 

Hún sagði að Youtube ætlaði einnig að taka hart á ummælum með því að innleiða nýjar stillingar og gera auglýsendum kleift að velja hvar auglýsingar þeirra birtast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK