Samningar náðust milli WOW og flugfreyja

Ljósmynd/WOW air

Flugfreyjufélag Íslands og WOW air skrifuðu í dag undir tveggja ára kjarasamning en samningar höfðu verið lausir í meira en ár. 

Þetta staðfestir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Samningurinn gildir til loka nóvember 2019 en Orri segir að ekki sé tímabært að greina frá efnisatriðum samningsins. Hann verði fyrst kynntur félagsmönnum og borinn undir atkvæði síðar í vikunni. 

Greint var frá því á mbl.is að flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hefðu ákveðið að stofna nýtt stétt­ar­fé­lag starfs­fólks í flugiðnaði þar sem þau töldu mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an Flug­freyju­fé­lags Íslands. Síðar var ákveðið að fresta stofnfundinum í ljósi breyttra aðstæðna.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir