Enn dregur úr hlutdeild Icelandair

Hlutdeild Icelandair í flugumferðinni um Keflavíkurflugvöll hefur minnkað um tæp 24% prósentustig frá árinu 2014 samkvæmt talningu fréttavefjarins Túrista. 

Í nóvember 2014 stóð Icelandair fyrir 67,8% allra áætlunarferða en síðastliðinn nóvember var hlutfallið komið niður í 44%. Á sama tíma hefur WOW air aukið hlutdeild sína úr 13% í 27,8% og erlend flugfélög úr 19,2% í 28,1%. 

Í frétt Túrista segir að ef rekstur Air Berlin hefði ekki stöðvast í lok október hefði bilið milli erlendu og íslensku flugfélaganna minnkað enn meira því félagið stóð fyrir um fjórum ferðum í viku til Íslands í nóvember í fyrra. Auk þess hefði Icelandair mögulega ekki hafið áætlunarflug til Berlínar í byrjun nóvember. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir